Nýi Bond-drykkurinn, hvorki „shaken“ né „stirred“. Nafnið er dregið af kvenhetju sögunnar í myndinni Casino Royal.
1 cl Vodka
3 cl London’s Dry Gin (dry)
1/2 cl Kina Lillet*
Klaki
Sítrónusneið/börkur

Setjið allt í hristara með muldum ís og hristið vel. Hellið drykknum í kælt kampavínsglas og rífið örlítið af sítrónubörk í glasið og berið fram með sítrónu.
Bond, James Bond.

*Ef ekki fyrirfinnst Kina Lillet í barskápnum heima við er hægt að nota annars konar appelsínulíkjör s.s. Grand Marnier, Cointreau, Curaqao, Bols Blue, Triple Sec eða Mandarínuvodka.